Sunshine

Skellti mér í bíó í kvöld ásamt Ísabellu á nýjustu mynd Danny Boyle, Sunshine. Hérna er á ferðinni fanta góð mynd sem er kannski smá í rólegri kantinum.

Í helstu hlutverkunum eru Cillian Murphy, Michelle Yeoh & Chris Evans.

Myndin gerist eftir 50 ár þegar sólin er að deyja og mannkynið er í hættu um að þurkast út. Eina von þeirra er Icarus II, átta manna hópur um bórð í skipi á leiðinni til sólarinnar til að reyna að koma henni í gang.

Danny Boyle, maðurinn á bak við Trainspotting & 28 Days Later leikstýrir þessari góðu mynd og eins og fyrri myndir hans er þessi mynd  um mannlega hegðun, en svoleiðis myndir hef ég MJÖG gaman að horfa á, og Danny Boyle tekst vel að koma því fram. 

Þegar ég var að horfa á Sunshine fór ég að hugsa um hryllingsmyndina Event Horizon frá árinu 1997, með Sam Neill og Lawrence Fishburne í aðalhlutverki. Góð mynd þar á ferðinni.

En ef ég ætti að segja um þessa mynd í einu orði, þá væri það orð: "Creepy!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Sigurðsson

Þetta eralveg ekta Sci-fi mynd, langt síðan maður hefur séð svoleiðis. Og já, þetta minnti mig mikið á Event horizon líka, sérstaklega kallinn þarna þú veist...

Andri Sigurðsson, 15.4.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Hallbjörn Sigurður Guðjónsson

akkurat !

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Sölumaður, námsmaður, einhleypur & stoltur nörd

Bloggvinir

Vinir & Ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband