Bond 21: Casino Royale

Jæja, þá er maður búinn að skella sér á nýjustu Bond myndina, og ég verð að segja að ég var mjög ánægður með myndina.

Þegar ég fyrst frétti af því að Daniel Craig tæki við sem James Bond var ég MJÖG ósáttur með það og var staðráðinn í að hunsa myndina, hann væri ekki betri en Pierce Brosnan. svo leið tíminn og loksins kom fyrsta myndbrotið úr myndinni og ég var frekar sáttur við það, og sáttur við að Craig væri góður sem Bond. Eftir það var ekki snúið. Ég fór að fíla Daniel Craig sem James Bond og keypti meira að segja plakat frá USA með Casino Royale (sama og sést hér að neðan)

Loksins fór maður á hana og, eins og ég skrifaði áður var ég MJÖG ánægður með myndina og Daniel Craig er sá besti síðan Sean Connery lék njósnarann í 6 myndum. Ég hef líka gaman að svona "origin" sögu, hvernig hann varð sem hann er. Líka að þessi mynd er ekki með nein svokölluð "Gadgets" eins og var í hinum myndunum sem var mjög gaman að sjá Bond án.

Get semsagt sagt með góðri samvisku að ég hlakka til að sjá Bond 22 og að ég muni ábyggilega sjá Casino Royale aftur í bíóhúsunum. Fullt hús stiga hjá mér ! ****/****

Casino Royale

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þarf maður virkilega að fara að éta hattinn sinn?

Villi Asgeirsson, 22.11.2006 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Sölumaður, námsmaður, einhleypur & stoltur nörd

Bloggvinir

Vinir & Ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband