29.7.2007 | 22:59
Ég, Lögreglan, Gifting og Vitni !!
Jæja, þá er þessari helgi að ljúka, og get ég sagt að þessi helgi var viðburðarík. Allt byrjaði þetta á Föstudeginum þegar ég var að sækja ömmu mína í Breiðholtið. Var að keyra í makindum mínum og áður en ég veit af keyri ég framhjá Lögreglubíl og hann brunar á eftir mér og setur bláu ljósin á ! Var stoppaður fyrir að vera að keyra á 62 þar sem hraðinn mætti bara vera 30. Var SVO stutt frá því að missa ökuskírteinið í 3 mánuði, en sem betur fer gerðist það ekki ! á von á pósti eftir 2-3 vikur með sekt upp á 30.000,- kr. Um kvöldið skellti ég mér á kvikmyndina um Simpsons og var ekki ósáttur við þá mynd ! Mæli með henni fyrir alla !
Laugardagurinn rann upp, og þetta var stór dagur. Stóri brósi var að gifta sig þennan dag og verð ég að segja að þetta var rosalega flott í kirkjunni og svo veislan eftirá var rosalega vel heppnuð. Eftir að þau herleg heit voru búin tók maður allt áfengið sem eftir var og gosið líka svo má ekki gleyma brúðkaupsgjöfunum settar út í bíl ásamt foreldrum manns. Er ég var kominn í Hafnarfjörðinn á Hjallabrautinni, lenti ég á rauðu ljósi og viti menn, var bara ekki löggan þar líka. Svo ók maður af stað þegar ljósið varð grænt og áður en ég vissi af var löggan kominn fyrir aftan mig og var þar alla leiðina heim næstum því ! Keyri á réttum hraða, því maður vildi ekki vera tekinn aftur, en eftirförin stóð allavega í 5 mínútur.
Sunnudagur, er vakanður snemma við hringingu frá brósa, bara að tékka inn og tékka á manni. Þá var ekkert að gera en að koma sér úr rúminu og fram í sófann að horfa á TV þar til maður færi í vinnuna í hádeginu ! Lagði af stað ásamt móður sem var að ná í bílinn sinn. Svo þegar maður var búinn að keyra henni fór maður bara af stað í vinnuna. Beygði upp Lágmúlann þá heyrði ég sírenu vera í gangi, leit til hægri og sá þá Lögreglubíl vera á fleygiferð, með ljósin og sírenurnar í gangi, og áður en ég veit er lítil rúta (10 manna allavega) búinn að keyra inn í lögreglubílinn og mátti þakka fyrir að þeir lentu ekki á ljósinu, heldur rétt misstu af því og fóru á grindverkin. Var fljótur að hringja í 112 og tilkynna þetta og hljóp ég svo niðureftir til að tékka á fólkinu. Voru þá lögreglumennirnir, s.s. 2 stelpur og einn strákur búin að sparka upp bílstjórahurðinni og strax komin til að sinna hinum ökumanninum sem klessti á þau. Þetta voru nú bara nokkrar sekúndur sem liðu en þetta var skrýtið að sjá árekstur, hef lent í áreksti en aldrei séð svoleiðis áður. Var svo spurður hvort ég hefði séð þetta, játaði því og var beðinn að bíða eftir að það væri tekin skýsla af manni. Stuttu síðar lauk því og var því mættur 10 mín of seint í vinnuna.
Allavega svona var helgin mín. Ég og Löggan erum næstum því bestu vinir
Tenglar
Linkar
- R2 Project Hvað er að koma á DVD í Evrópu ???
- MySpace Ég á MySpace
- Morgunblaðið Fer á þessa síðu oft á dag
Vinir & Ættingjar
-
Maddý
Fröken Nörd - og stolt af því ! -
Agnar
Aggagagg -
Andri Sig
BloggAndri -
Magnús Þór
Maggi Bloggar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.