30.11.2006 | 22:22
Playstation 3 vs. Nintendo Wii
Sá þessa auglýsingu á YouTube (ég elska þá síðu btw !!!) og mér finnst hún FRÁBÆR ! Nú langar mig í Wii, bara við að sjá þessa auglýsingu
28.11.2006 | 22:14
Lönd sem maður hefur heimsótt....
create your own visited country map or check our Venice travel guide
hef farið til Bandaríkjanna allavega 3 sinnum, Bretlands tvisvar og til Spánar tvisvar í lífinu... Gotta travel more.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 14:22
Brostu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2006 | 00:37
Nörd á Sci-Fi Convention 2004 :)
ákvað að setja inn hérna ferðasögu sem ég skrifaði fyrir nokkru á Sci-Fi svæðinu á Huga.
Fyrir 2 árum síðan fór ég á Sci-Fi convention í London.
Meðal gesta voru Dominic Keating (Malcolm Reed úr Enterprise), David Palfy (Anubis úr Stargate), Dean Haglund (Langly úr X-Files) & Billy Boyd (Pippin úr LOTR) og séstakur gestur var enginn annar en Chris Barrie (Best þekktur sem Gordon Brittas úr "The Brittas Empire" og Rimmer úr "Red Dwarf"
Allt byrjaði þetta á Laugardegi, en ég var mættur 2 dögum áður til að vera túristi í London.
Og ferðin byrjaði vel, Kreditkortinu mínu var synjað á hótelinu, og eyddi ég klukkutíma í GSM símanum mínum við að hringja heim og reyna að komast af því af hverju ég fékk synjun. Kom svo í ljós að ansas bankinn gleymdi að uppfæra kortið, því kvöldið áður lagði ég inn 100.000,- á það til að geta notað það þarna úti. Debetkortið mitt virkaði ekki neitt þarna úti. Allt gekk svo upp og ég komst á hótel herbergið mitt og svaf allt kvöldið.
Dagur 2. Byrja á því að koma öllu saman í öryggisskápinn, þegar ég fatta að vegabréfið er týnt. HOLY MOLY ! Eftir að hafa snúið herberginu við og farið niður í afgreiðslu hótelsins, finnst það ekki. Mátti sætta mig við það að fara í Íslenska Sendiráðið í London og fá tímabundið vegabréf, og það er ekki auðvelt að finna það BTW, var smá tíma að því !
Dagur 3. Þá byrjar þetta allt. Klukkan 10 að morgni og David Palfy stígur á svið og allir SG-1 aðdáendurnir dúndra á hann spurningar í sambandi við Anubis, Sokar & SG-1. Hann svarar öllu með bros á vör og gengur sáttur af.
Næst mætir Dean Haglund og hann er í góðu skapi, lék sér svolítið og hafði gaman að svar spurningum í sambandi við X-Files og Lone Gunmen seríuna.
Næst mætir Kristen Dalton á svæðið (Dana Bright úr Dead Zone á Skjá 1), ég var kominn þangað til að sjá hana. Enn á ný stigu SG-1 aðdáðendurnir á lappir og dúndruðu á hana spurningum úr "Ressurection" einum þætti sem hún var með gestahlutverk í. Allir spurðu hverning það var að vera í þætti sem var leikstýrt að Michael Shanks og þannig og hún svarar því samviskulega, svo kem ég með mínar spurningar í sambandi við Dead Zone (er aðdáðandi seríunnar btw) og það léttir á henni að það sé spurt um einhvað annað en Stargate. Hún svarar þeim með bros á vör.
Næst Dominic Keating. Hann er sko hrokafullur, sífellt skjótandi á hina og þessa úr ENT og er ánægður með sig. Fékk ekki góða dóma í minni bók. Hann var stutt á sviðinu.
Næst Billy Boyd, sat ekkert yfir honum því ég dreif mig í Photosessions með Kristen Dalton & Dominic Keating. Hann hann er stuttur eins og sést á myndinni.
Svo var komið að hádegi, og maður dreif sig svo á veitingarstaðinn á hótelinu. Er mættur og er að bíða eftir borði, kemur Kristen Dalton. Hún þekkir mig frá því að spyrja spurninganna um morguninn og svo síðar úr myndatökunni. Hún spyr hvort hún megi setjast hjá mér. Ég verð eins og lítill strákur og jánka því. Við tölum um það sem hún hefur verið í Dead Zone og fleira, Gaman ! Gaman ! Svo eftir 20 mín samtal líkur því og hún borgar fyrir matinn :) :):)
Restinn af deginum er ég svífani á skýi og sé ekkert annað en hana.
Dagur 4. Þessu líkur um morguninn með að þau koma öll aftur á sviðið og svara spurningum eins og morguninn áður. Síðar um kvöldið fer maður að fá sér að borða, þegar ég fæ skilaboð að vegabréfið mitt fannst. ég er ánægður núna :)
Fæ mér að borða og ætla svo að drífa mig upp á herbergið. Fer í lyftuna og ýti á takkan fyrir 8. hæðina. Hurðin lokast og fer ekki neitt. Lyftan er þá biluð og mátti ég dúsa í lyftunni í 1 og hálfan tíma.
Svo komst ég út úr henni í lokin og kom hótelstjórinn og gaf mér helmingsafslátt af síðustu nóttinni. Er ánægður og legg af stað í partý/verðlaunaafhendingu sem Chris Barrie sér um. Verðlaun voru veitt og allir ánægðir :)
Svona var mín ferðasaga á Sci-Fi Convention í London fyrir 2 árum. Vona að allir hafi haft gaman af þessari lesningu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2006 | 18:42
Harry Potter and the Order of the Phoenix
Jæja...þá er loksins kominn trailer fyrir nýjustu Harry Potter myndina. Enjoy !
22.11.2006 | 00:18
Bond 21: Casino Royale
Jæja, þá er maður búinn að skella sér á nýjustu Bond myndina, og ég verð að segja að ég var mjög ánægður með myndina.
Þegar ég fyrst frétti af því að Daniel Craig tæki við sem James Bond var ég MJÖG ósáttur með það og var staðráðinn í að hunsa myndina, hann væri ekki betri en Pierce Brosnan. svo leið tíminn og loksins kom fyrsta myndbrotið úr myndinni og ég var frekar sáttur við það, og sáttur við að Craig væri góður sem Bond. Eftir það var ekki snúið. Ég fór að fíla Daniel Craig sem James Bond og keypti meira að segja plakat frá USA með Casino Royale (sama og sést hér að neðan)
Loksins fór maður á hana og, eins og ég skrifaði áður var ég MJÖG ánægður með myndina og Daniel Craig er sá besti síðan Sean Connery lék njósnarann í 6 myndum. Ég hef líka gaman að svona "origin" sögu, hvernig hann varð sem hann er. Líka að þessi mynd er ekki með nein svokölluð "Gadgets" eins og var í hinum myndunum sem var mjög gaman að sjá Bond án.
Get semsagt sagt með góðri samvisku að ég hlakka til að sjá Bond 22 og að ég muni ábyggilega sjá Casino Royale aftur í bíóhúsunum. Fullt hús stiga hjá mér ! ****/****
16.11.2006 | 20:09
Harry Potter & The Order of the Phoenix
Plakat er komið út með myndinni og trailer er væntanlegur ! Verð nú að viðurkenna að ég hef ekki lesið bækurnar (á fyrstu 5 bækurnar var gefið þær fyrir nokkrum árum) en ég hef haft MJÖG gaman að myndunum og mig hlakkar til að sjá þessa mynd næsta sumar !
29.10.2006 | 00:08
Og fyrir okkur Futurama aðdáðendur !
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2006 | 23:46
Viðbót við síðustu færslu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 14:12
Yfir 300.000,- kr til Kanada ????????
Vancouver í Kanada er einn af þessum stöðum sem mig langar að heimsækja. Þar sem flest allir sjónvarpsseríur teknar upp og kvikmyndir.
Áður en ég held lengra, þá vil ég taka fram að ég er aðdáðandi þáttanna Stargate, en helgina 22.mars til 25.mars verður svokölluð "convention" í Vancouver svo að ég hugsaði að kannski mðaur ætti að skella sér út á svona dæmi, ég gerði svoleiðs einu sinni fyrir 2 árum þegar ég fór til London á svona convention með leikurum og svoleiðis úr ýmsum seríum.
S.s. að á þessu convention verða aðalleikararnir út þáttunum sem maður getur hlustað á tala um gerð þáttanna og allskonar dæmi.
Fór ég svo á vefsíðu Icelandair og ætlaði að tékka á hvað það myndi kosta að fljúga út til Vancouver þessa helgi. Valdi svo að ég myndi þá taka flug til London og þaðan til Vancouver, og svo það sama til baka.
Cirka 374.000,- kr kostar ferðin fram og tilbaka !!!! ég tékkaði svo aðrar ferðir sem Icelandair bauð uppá. Neibb, ekkert lægra, sama verðið er á boðstólnum, þótt að ég fari til Vancouver í gegnum Holland.
Svo bara í gamni ákvað ég að fletta viku áður en ég ætlaði út. þá lækkaði verðið niður í c.a. 175.000,-
Hverning stendur eiginlega á þessu ??
Ferðalög | Breytt 19.9.2006 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Linkar
- R2 Project Hvað er að koma á DVD í Evrópu ???
- MySpace Ég á MySpace
- Morgunblaðið Fer á þessa síðu oft á dag
Vinir & Ættingjar
-
Maddý
Fröken Nörd - og stolt af því ! -
Agnar
Aggagagg -
Andri Sig
BloggAndri -
Magnús Þór
Maggi Bloggar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar