Fyrsti Bondinn !

Jæja, þá er fyrsti Bond leikarinn farinn, og margir ábyggilega héldu að hérna væri Sean Connery látinn er þeir lásu fyrirsögnina.

Hins vegar er það Barry Nelson sem er látinn. Barry Nelson lék James Bond, þá CIA njósnari í sjónvarpsmyndinni Casino Royale frá 1954 sem var sýndur á CBS sjónvarpsstöðinni, sem hluti að seríunni "Climax!"

Myndin var fyrst sýnd í Amerísku sjónvarpi, en svo týndist þau eintök. Það var ekki fyrr en 1981 að eintak af myndinni fannst og var hún sýnd í bíóhúsum þar ytra, og svo á sjónvarpsstöðum þar líka. Er þessi mynd nú til á Casino Royale "parody" myndinni frá 1967 sem þá aukamynd á þeim DVD diski.

RIP Barry Nelson.


mbl.is Fyrsti Bond-leikarinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunshine

Skellti mér í bíó í kvöld ásamt Ísabellu á nýjustu mynd Danny Boyle, Sunshine. Hérna er á ferðinni fanta góð mynd sem er kannski smá í rólegri kantinum.

Í helstu hlutverkunum eru Cillian Murphy, Michelle Yeoh & Chris Evans.

Myndin gerist eftir 50 ár þegar sólin er að deyja og mannkynið er í hættu um að þurkast út. Eina von þeirra er Icarus II, átta manna hópur um bórð í skipi á leiðinni til sólarinnar til að reyna að koma henni í gang.

Danny Boyle, maðurinn á bak við Trainspotting & 28 Days Later leikstýrir þessari góðu mynd og eins og fyrri myndir hans er þessi mynd  um mannlega hegðun, en svoleiðis myndir hef ég MJÖG gaman að horfa á, og Danny Boyle tekst vel að koma því fram. 

Þegar ég var að horfa á Sunshine fór ég að hugsa um hryllingsmyndina Event Horizon frá árinu 1997, með Sam Neill og Lawrence Fishburne í aðalhlutverki. Góð mynd þar á ferðinni.

En ef ég ætti að segja um þessa mynd í einu orði, þá væri það orð: "Creepy!"


Þessu verður alveg ábyggilega rænt...

Sniðugt :)

En þessir póstkassar verða ábyggilega rændir af aðdáðendum myndanna. Það virkar ekki að segja fólki að láta þá í friði, þeir verða bara teknir.

Hmmm....ætli maður megi búast við einhverju svona hjá póstinum, þegar þeir eru kannski einhvern tímann að kynna einhverja bíómynd..


mbl.is R2-D2 úr Stjörnustríði tekur við póstinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef hún fer í bíó hérna heima...

verður þá líka ókeypis á hana hér heima ?  Þessi endar örugglega ´leigum borgarnnar...

Hins vegar fær hún ágæta dóma á IMDB.com og það eru allavega eins og greinin sagði, þá eru þeir Nick Nolte & Scott Mechlowicz í henni og einnig má nefna Amy Smart er í henni, svo er það Victor Salva sem leikstýrir henni en hann færði okkur Jeepers Creepers myndirnar.


mbl.is Universal gefur miða á nýja kvikmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vinna peninga !

á FM957 er núna leikurinn "Hlustaðu á hljóðið" og fólk getur unnið fullt at peningum ! Ég hins vegar fékk gefins 200 kr í Happaþrennu frá móður minni. ákvað ég að eyða því í 2 happaþrennur, og vann ég þar 300 kr. Keypti ég þá mér einn launamiða og eina á 100kr. Fékk ekkert á launamiðann (því miður) en fékk 500kr á hina þrennuna ! sem sagt, vann mér inn 500 kr !

Gaman Gaman ! Smile


Enn ein serían horfin inn i eilífðina !

Jæja, það hlaut að koma að því að The OC myndi taka enda. Ég var ekki mikill aðdáðandi þáttanna, horfði rétt svo á fyrstu seríuna á sínum tíma, en miðað við hvað var MIKIÐ spurt um þessa seríu á DVD á tímabili, þá var hún ein af vinsælustu þáttum hér á landi.

BTW, Sería 3 er komin út í verslanir Skífunnar Whistling


mbl.is Framleiðslu á „The O.C.“ hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól & afmæliskveðjur !

Halló Halló allir !

ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir árið sem er að líða.

Jólin eru mín uppáhaldstími ársins, því þá á ég einmitt afmæli ! Það er rétt, er fæddur 25. Desember 1981 og er því 25 ára gamall í dag. Ég vil einnig óska þeim sem eiga afmæli í dag til hamingju með daginn, þetta er góður dagur !

Annars eru jólin hjá mér bara búin að vera frekar róleg, aðfangadagskvöld var eins og ég hélt að hann myndi vera þetta árið, hálf sofandi hálf vakandi yfir jólamáltíðinni, sofnaði meir að segja í sófanum 5 mín í mat, var alveg búinn eftir þessa síðustu daga í kringlunni.

Dagurinn í dag var auðvitað skemmtiliegur ! Svaf til kl. 11 í morgun, var í leti til 12 yfir sjónvarpinu að horfa á Monsters Inc. með íslensku tali, svo byrjaði maður að undirbúa veisluna sem var seinni part dagsins. Það er alltaf gaman að fá fjölskylduna í heimsókn, systir og bróður, systkini mömmu og börn þeirra að halda upp á þennan stórdag með mér !

Jæja þá er best að slutta þessu bloggi allavega fyrir daginn í dag ! Vil þakka fjölskyldu minni fyrir að hafa hjálpað mér í dag að undirbúa þessa veislu & einnig að hafa þolað mig síðastliðin 25 ár.

Gleðileg jól

Bjössi


"Í Skólanum er Gaman, það leika allir saman"

Jæja, þá er loksins komið að því, eftir 5 ára fjarveru, þá er ég aftur á leiðinni í skólann í Janúar ! Hef ekki verið í skóla síðan Nóvember 2001 og síðan þá hef ég verið að leika mér og vinna á fullu !

En svo ákvað ég fyrir nokkru að ég skyldi loksins ætla mér að fara í skóla, var búinn að vera að tala um það síðustu 2 árin en ekki gert neitt í því, verið bara að vinna og safna fleiri skuldum sem og að borga það niður. Sótti um í lok Nóvember í Iðnskólann í Reykjavík og fékk svo loksins að vita í gær að ég hefði komst inn (á eftir að borga skólagjöldin, en það er ekkert mál). Ég var mjög ánægður að heyra þetta og bjargaði þetta deginum mínum í gær, er ég var að vinna í Kringlunni.

En allavega, nú er loksins komið að því að byrja aftur í skólanum og ætla mér hægt fyrst um sinn, tek bara 9 einingar og verð svo að vinna með því, en stefni að því að vera á fullu í skólanum næsta haust.

Kveð í bili með jólakveðju

Bjössi !


Mitt Líf í Tónlist

Fékk að vita um þetta frá Magga sem fékk að vita það frá Andra sem sá það hjá Kamillu. Takk Takk Kamilla 

Svona lítur Soundtack-ið að lífi mínu :)

Opening Credits: Maybe Tomorrow - Stereophonics

Waking up: Ooh La La - Wiseguys

First day at school: Hello - Evanescence

Falling in love: On Again .. Off Again - Julie & Ludwig (Eurovision Istanbul)

Fight song: I Need Some Help - Eels

Breaking up: Ordinary Day - Vanessa Carlton

Prom: Daddy's Gonna Pay For Your Crashed Car - U2 

Life: Star Trek - Tenacious D 

Mental Breakdown: We'll Meet Again - Johnny Cash 

Driving: Zooropa - U2

Flashback: Cry ! Cry ! Cry ! - Johnny Cash 

Getting back together: God is a DJ - Faithless 

Wedding: Slash Dot Dash - Fatboy Slim 

Birth of a child: Teddy Bear - Elvis Prestley 

Final Battle: Hand In My Pocket - Alanis Morissette

Deathscene: My Last Breath - Evanescence 

Funeral Song: Burning Love - Elvis Prestley 

End Credit: Not That Kind - Anastacia

Veit ekki alveg hvað ég á að segja um þetta soundtrack, það hefur sína góðu tíma og slæmu og suma sem bara passa ekki við. Jæja þá er bara að taka fram Ipodinn eða opna iTunes og búa til sitt eigið soundtrack :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Sölumaður, námsmaður, einhleypur & stoltur nörd

Bloggvinir

Vinir & Ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband