Færsluflokkur: Bloggar

Enn ein serían horfin inn i eilífðina !

Jæja, það hlaut að koma að því að The OC myndi taka enda. Ég var ekki mikill aðdáðandi þáttanna, horfði rétt svo á fyrstu seríuna á sínum tíma, en miðað við hvað var MIKIÐ spurt um þessa seríu á DVD á tímabili, þá var hún ein af vinsælustu þáttum hér á landi.

BTW, Sería 3 er komin út í verslanir Skífunnar Whistling


mbl.is Framleiðslu á „The O.C.“ hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól & afmæliskveðjur !

Halló Halló allir !

ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir árið sem er að líða.

Jólin eru mín uppáhaldstími ársins, því þá á ég einmitt afmæli ! Það er rétt, er fæddur 25. Desember 1981 og er því 25 ára gamall í dag. Ég vil einnig óska þeim sem eiga afmæli í dag til hamingju með daginn, þetta er góður dagur !

Annars eru jólin hjá mér bara búin að vera frekar róleg, aðfangadagskvöld var eins og ég hélt að hann myndi vera þetta árið, hálf sofandi hálf vakandi yfir jólamáltíðinni, sofnaði meir að segja í sófanum 5 mín í mat, var alveg búinn eftir þessa síðustu daga í kringlunni.

Dagurinn í dag var auðvitað skemmtiliegur ! Svaf til kl. 11 í morgun, var í leti til 12 yfir sjónvarpinu að horfa á Monsters Inc. með íslensku tali, svo byrjaði maður að undirbúa veisluna sem var seinni part dagsins. Það er alltaf gaman að fá fjölskylduna í heimsókn, systir og bróður, systkini mömmu og börn þeirra að halda upp á þennan stórdag með mér !

Jæja þá er best að slutta þessu bloggi allavega fyrir daginn í dag ! Vil þakka fjölskyldu minni fyrir að hafa hjálpað mér í dag að undirbúa þessa veislu & einnig að hafa þolað mig síðastliðin 25 ár.

Gleðileg jól

Bjössi


"Í Skólanum er Gaman, það leika allir saman"

Jæja, þá er loksins komið að því, eftir 5 ára fjarveru, þá er ég aftur á leiðinni í skólann í Janúar ! Hef ekki verið í skóla síðan Nóvember 2001 og síðan þá hef ég verið að leika mér og vinna á fullu !

En svo ákvað ég fyrir nokkru að ég skyldi loksins ætla mér að fara í skóla, var búinn að vera að tala um það síðustu 2 árin en ekki gert neitt í því, verið bara að vinna og safna fleiri skuldum sem og að borga það niður. Sótti um í lok Nóvember í Iðnskólann í Reykjavík og fékk svo loksins að vita í gær að ég hefði komst inn (á eftir að borga skólagjöldin, en það er ekkert mál). Ég var mjög ánægður að heyra þetta og bjargaði þetta deginum mínum í gær, er ég var að vinna í Kringlunni.

En allavega, nú er loksins komið að því að byrja aftur í skólanum og ætla mér hægt fyrst um sinn, tek bara 9 einingar og verð svo að vinna með því, en stefni að því að vera á fullu í skólanum næsta haust.

Kveð í bili með jólakveðju

Bjössi !


Lönd sem maður hefur heimsótt....


create your own visited country map or check our Venice travel guide

 hef farið til Bandaríkjanna allavega 3 sinnum, Bretlands tvisvar og til Spánar tvisvar í lífinu... Gotta travel more.


Viðbót við síðustu færslu :)

þá ætla ég ekki til Kanada um sinn ;)

Yfir 300.000,- kr til Kanada ????????

Vancouver í Kanada er einn af þessum stöðum sem mig langar að heimsækja. Þar sem flest allir sjónvarpsseríur teknar upp og kvikmyndir.

Áður en ég held lengra, þá vil ég taka fram að ég er aðdáðandi þáttanna Stargate, en helgina 22.mars til 25.mars verður svokölluð "convention" í Vancouver svo að ég hugsaði að kannski mðaur ætti að skella sér út á svona dæmi, ég gerði svoleiðs einu sinni fyrir 2 árum þegar ég fór til London á svona convention með leikurum og svoleiðis úr ýmsum seríum.

S.s. að á þessu convention verða aðalleikararnir út þáttunum sem maður getur hlustað á tala um gerð þáttanna og allskonar dæmi.

Fór ég svo á vefsíðu Icelandair og ætlaði að tékka á hvað það myndi kosta að fljúga út til Vancouver þessa helgi. Valdi svo að ég myndi þá taka flug til London og þaðan til Vancouver, og svo það sama til baka.

Cirka 374.000,- kr kostar ferðin fram og tilbaka !!!! ég tékkaði svo aðrar ferðir sem Icelandair bauð uppá. Neibb, ekkert lægra, sama verðið er á boðstólnum, þótt að ég fari til Vancouver í gegnum Holland.

Svo bara í gamni ákvað ég að fletta viku áður en ég ætlaði út. þá lækkaði verðið niður í c.a. 175.000,-

Hverning stendur eiginlega á þessu ??


Myndagetraun nr. 4

Þetta tók smá tíma, en fann samt mynd !

 

 Góða skemmtun !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Sölumaður, námsmaður, einhleypur & stoltur nörd

Bloggvinir

Vinir & Ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband