Færsluflokkur: Bloggar

FIT kostnaður af hinu illu !!!

Það var tímabil hjá mér að ég fór oft yfir reikninginn, því að það var aldrei tekið strax af kortinu eins og t.d. þegar ég fór í 10-11 verslun og það var tekið út af kortinu 2 dögum síðar. Var alltaf að fá gulan miða heim og endaði svo með því að ég var að borga nokkur þúsund fyrir nokkrar lágar færslur. Við skulum segja að 10.000 kall sem ég átti inni á reikninginum fór MJÖG flótt í þennan FIT kostnað.

Endaði að fara niður í banka og fá mér síhringikort ! Hef ekki séð gulan miða síðan þá !


mbl.is Neytendur kunna að eiga endurkröfurétt vegna FIT-kostnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ástæðan..

hvers vegna ég tek ekki strætó ! Þeir eru lengi á leiðinni, stoppa hér og þar og geta verið seinir og/eða of snemma á ferðinni. Þess vegna á ég bíl og er ekkert að fara að selja hann á næstunni...
mbl.is Hafnfirðingar lengur á leiðinni til vinnu en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga þetta skilið...

að fara á toppinn í USA LoL Hún verður það auðvitað hérna líka vænti ég.

Allavega var ég ánægður með þessa mynd, þessi hafði allavega söguþráð, þ.e.a.s. fór ekki úr einu yfir í allt allt annað, eins og síðustu seríur hafa verið, en minnti þessi mynd mér á fyrri seríurnar, og hlakka ég til að sjá Simpsons Movie 2 þegar hún kemur !


mbl.is Simpsons fjölskyldan vinsæl hjá kvikmyndahúsagestum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég, Lögreglan, Gifting og Vitni !!

Jæja, þá er þessari helgi að ljúka, og get ég sagt að þessi helgi var viðburðarík. Allt byrjaði þetta á Föstudeginum þegar ég var að sækja ömmu mína í Breiðholtið. Var að keyra í makindum mínum og áður en ég veit af keyri ég framhjá Lögreglubíl og hann brunar á eftir mér og setur bláu ljósin á ! Var stoppaður fyrir að vera að keyra á 62 þar sem hraðinn mætti bara vera 30. Var SVO stutt frá því að missa ökuskírteinið í 3 mánuði, en sem betur fer gerðist það ekki ! á von á pósti eftir 2-3 vikur með sekt upp á 30.000,- kr. Um kvöldið skellti ég mér á kvikmyndina um Simpsons og var ekki ósáttur við þá mynd ! Mæli með henni fyrir alla !

Laugardagurinn rann upp, og þetta var stór dagur. Stóri brósi var að gifta sig þennan dag og verð ég að segja að þetta var rosalega flott í kirkjunni og svo veislan eftirá var rosalega vel heppnuð. Eftir að þau herleg heit voru búin tók maður allt áfengið sem eftir var og gosið líka svo má ekki gleyma brúðkaupsgjöfunum settar út í bíl ásamt foreldrum manns. Er ég var kominn í Hafnarfjörðinn á Hjallabrautinni, lenti ég á rauðu ljósi og viti menn, var bara ekki löggan þar líka. Svo ók maður af stað þegar ljósið varð grænt og áður en ég vissi af var löggan kominn fyrir aftan mig og var þar alla leiðina heim næstum því ! Keyri á réttum hraða, því maður vildi ekki vera tekinn aftur, en eftirförin stóð allavega í 5 mínútur.

Sunnudagur, er vakanður snemma við hringingu frá brósa, bara að tékka inn og tékka á manni. Þá var ekkert að gera en að koma sér úr rúminu og fram í sófann að horfa á TV þar til maður færi í vinnuna í hádeginu ! Lagði af stað ásamt móður sem var að ná í bílinn sinn. Svo þegar maður var búinn að keyra henni fór maður bara af stað í vinnuna. Beygði upp Lágmúlann þá heyrði ég sírenu vera í gangi, leit til hægri og sá þá Lögreglubíl vera á fleygiferð, með ljósin og sírenurnar í gangi, og áður en ég veit er lítil rúta (10 manna allavega) búinn að keyra inn í lögreglubílinn og mátti þakka fyrir að þeir lentu ekki á ljósinu, heldur rétt misstu af því og fóru á grindverkin. Var fljótur að hringja í 112 og tilkynna þetta og hljóp ég svo niðureftir til að tékka á fólkinu. Voru þá lögreglumennirnir, s.s. 2 stelpur og einn strákur búin að sparka upp bílstjórahurðinni og strax komin til að sinna hinum ökumanninum sem klessti á þau. Þetta voru nú bara nokkrar sekúndur sem liðu en þetta var skrýtið að sjá árekstur, hef lent í áreksti en aldrei séð svoleiðis áður. Var svo spurður hvort ég hefði séð þetta, játaði því og var beðinn að bíða eftir að það væri tekin skýsla af manni. Stuttu síðar lauk því og var því mættur 10 mín of seint í vinnuna.

Allavega svona var helgin mín. Ég og Löggan erum næstum því bestu vinir Wink


Loka Potter bókin að koma í sölu.

Jæja, þá er loksins komið að því. Klukkan 23.01 í kvöld verður byrjað að selja síðustu
Harry Potter bókina og fólk er núþegar byrjað að safnast saman fyrir utan Nexus á Hverfisgötunni.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei farið í svona röð og beðið eftir einhverju sem, ég gæti ekki beðið eftir. Fór nú reyndar í opnunarhátíð í einni BT búð og keypti heimabíó, sem ég fæ ekki að njóta, þar sem ég keypti það fyrir systur mína Wink

En annars eins og ég sagði áðan, þá hef ég ekki farið í röð og beðið eftir einhverju óþreyjufullur og mun örugglega ekki gera það, nema einhvað stórt og/eða einhver frægur kæmi til landsins og ég gæti ekki beðið eftir að það mesta er búið.

Allavega gangi ykkur vel stelpur og vonandi var nóttin ekki köld sem leið...


mbl.is Sofið fyrir utan Nexus í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú GÖMUL frétt !

Þetta er nú eldgömul frétt, en samt gaman að sjá að það er von um að Mulder & Scully snúa aftur. Þetta er búið að vera tala um þetta lengi, en ekkert hefur enn gerst. Sagt var að Rob Bowman, sá sem leikstýrði fyrstu myndinni myndi snúa aftur til að gera númer 2, en það er kominn smá tími síðan það var talað um. Síðan þá lögsótti Chris Carter, skapari þáttanna FOX um ógreiddan skerf sinn af sýningum þáttanna í "syndication" í USA, síðan þá var spurning hvort X-Files 2 yrði gerð.

Allavega, það væri gaman að sjá Mulder & Scully aftur saman á hvíta tjaldinu.


mbl.is Ný X-Files kvikmynd sögð væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sést í genunum hvort maður sé íþróttamaður ?

Var að hlusta á BBC Worldservice þegar ég var á leiðinni í vinnuna í nótt og var þá verið að tala um genin í fólki, um að hvort það sæjist í genum manns hvort maður væri íþróttamaður. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt um þetta, og fannst þetta mjög áhugavert. Fréttakonan sem var umsjónamaður þáttarins komst að því að samkvæmt genunum þá væri hún íþróttakona, eftir að sýnishorn hefðu verið tekin úr munni hennar..

Aldrei að vita hvort maður er íþróttamaður samkv. genum manns. Wink


Fyrsti Bondinn !

Jæja, þá er fyrsti Bond leikarinn farinn, og margir ábyggilega héldu að hérna væri Sean Connery látinn er þeir lásu fyrirsögnina.

Hins vegar er það Barry Nelson sem er látinn. Barry Nelson lék James Bond, þá CIA njósnari í sjónvarpsmyndinni Casino Royale frá 1954 sem var sýndur á CBS sjónvarpsstöðinni, sem hluti að seríunni "Climax!"

Myndin var fyrst sýnd í Amerísku sjónvarpi, en svo týndist þau eintök. Það var ekki fyrr en 1981 að eintak af myndinni fannst og var hún sýnd í bíóhúsum þar ytra, og svo á sjónvarpsstöðum þar líka. Er þessi mynd nú til á Casino Royale "parody" myndinni frá 1967 sem þá aukamynd á þeim DVD diski.

RIP Barry Nelson.


mbl.is Fyrsti Bond-leikarinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu verður alveg ábyggilega rænt...

Sniðugt :)

En þessir póstkassar verða ábyggilega rændir af aðdáðendum myndanna. Það virkar ekki að segja fólki að láta þá í friði, þeir verða bara teknir.

Hmmm....ætli maður megi búast við einhverju svona hjá póstinum, þegar þeir eru kannski einhvern tímann að kynna einhverja bíómynd..


mbl.is R2-D2 úr Stjörnustríði tekur við póstinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vinna peninga !

á FM957 er núna leikurinn "Hlustaðu á hljóðið" og fólk getur unnið fullt at peningum ! Ég hins vegar fékk gefins 200 kr í Happaþrennu frá móður minni. ákvað ég að eyða því í 2 happaþrennur, og vann ég þar 300 kr. Keypti ég þá mér einn launamiða og eina á 100kr. Fékk ekkert á launamiðann (því miður) en fékk 500kr á hina þrennuna ! sem sagt, vann mér inn 500 kr !

Gaman Gaman ! Smile


Næsta síða »

Höfundur

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Hallbjörn Sigurður Guðjónsson
Sölumaður, námsmaður, einhleypur & stoltur nörd

Bloggvinir

Vinir & Ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband